Hvar er varaformaður Samfylkingarinnar?

Ágúst_Ó_ÁgústssonVar að hlusta með öðru eyranu á fréttir á RUV. Þar var verið að spjalla við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur um stjórnarmyndunarviðræðurnar og slíkt. Ekkert þar sem vakti sérstaka athygli en þegar Broddi fréttamaður lauk við fréttina sagði hann að á þessum fundi í ráðherrabústaðnum sætu auk formanna flokkanna, Þorgerður Katrín varaformaður Sjalla og Össur Skarphéðinsson frá Samfylkingunni!

Er það misminni hjá mér eða var ekki kosinn varaformaður í Samfylkingunni á sínum tíma þegar búið var að henda Össa fyrir borð sem formanni? Heitir þessi ágæti maður ekki Ágúst Ólafur Ágústsson og var í öðru sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík suður? Af hverju er þessi maður ekki að mynda ríkisstjórn með formanninum?

Þetta bara hvörflaði að mér.

P.S. Núna í kvöld, 18. maí,  kom það fram að eftirlýstur varaformaður Samfylkingarinnar hefur víst fengið að koma nálægt stjórnarmyndunarviðræðunum; hann er bara ekki hafður uppi við. Þetta sagði hann sjálfur í spjalli í Ísland í dag. Málið er semsagt upplýst. Það var hinsvegar dáliítið sem ég hjó efitr í máli hans við þetta tækifæri og það var að Rannveig Guðmundsdóttir væri einn af innstu koppum í búri í viðræðuteyminu. Er hún ekki hætt á Alþingi? Ég held í það minnsta að hún hafi misst umboðið sem þingmaður á kjördag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Menn þurfa að njóta trausts.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 18.5.2007 kl. 15:43

2 Smámynd: Ólafur Valgeirsson

Trausts hverra Heimir? Þetta er nú einu sinni varaformaður flokksins og nýendurkjörinn án mótframboðs. Heldurður að Sjallarnir treysti honum ekki?

Svo er það spurningin hvort búið er að finna syndabukkinn fyrir slakri útkomu Samfylkingarinnar í kosningunum? Ekki vigtar hann svo þungt að eftirsjá yrði að honum.

Ólafur Valgeirsson, 18.5.2007 kl. 17:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband