Innileg samkennd í væntanlegri stjórnarandstöðu.

Kolbrun_HalldorsdottirÉg er ekki viss hvort maður eigi að hlæja eða gráta yfir ástandinu hjá Framsókn ogSiv_Friðleifs VG nú þegar stjórnarmyndunarviðræðurnar milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar eru komnar af stað.

Framsóknarmenn keppast um hver þeirra geti verið í meiri fýlu yfir nýloknu stjórnarsamstarfi sem þeir, vel að merkja, slitu sjálfir. Þeir keppast hver um annan þverann að ausa drullunni yfir Sjálfstæðismenn sem hafa þó ekkert til saka unnið undanfarin ár, annað en halda nösunum á Framsókn uppúr skítnum sem auðvitað var ekki hægt lengur þar sem flokkurinn stefndi stöðugt og ákveðið til upprunans. Sjálfstæðismenn urðu því að sleppa takinu. 

Meira að segja rólyndur heiðursmaður eins og Jón Sigurðsson er útbólginn af illsku og heilagri vandlætingu og gengur nú fram fyrir skjöldu VG, sár og ákaflega móður og býður Ingibjörgu Sólrúnu forsætisráðherraembættið í ríkisstjórninni sem VG er nú albúnir til að mynda með þeim.

Allt í einu er VG orðið svo umhugað um velferð Framsóknar að þeir nánast tárfella yfir því hvað Sjálfstæðismenn hafi farið illa með blessað litla lambið enda ekki sjón að sjá það svona hálfnakið og fylgisrúið í vorkuldanum.

En þrátt fyrir þetta hnakkrifust Kolbrún Halldórsdóttir og Sif Friðleifsdóttir í Ísland í dag áðan svo maður gat alveg eins búist við að þær tækju saman. Þar var til bróðurlegrar umræðu kostaboð Steingríms J. til Jóns Sig. um að nú væri alveg kjörið tækifæri fyrir hann í viðurvist alþjóðar í beinni útsendingu að biðja Steingrím formlega fyrirgefningar á ógætilegu tali og teikningum um hina ósnertanlegu persónu formanns VG en honum þótti einhverjir brókarlallar hjá ungum Framsóknarmönnum fjalla helstil alvörulítið um hana.

Hef ekki séð svona tilþrif eins og hjá þeim stöllum síðan Kristján stórtenór Jóhannsson löðrungaði sjónvarpsmanninn hérna um árið.

Ættli þessi mannskapur telji svona háttalag til þess fallið að laða ISG til samstarfs? Það er ljóst að þessi 20 manna stjórnarandstaða mun verða margklofin fram eftir kjörtímabili.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband