Steingrímur staðfasti enn og aftur.

steingrimur_jÁgæti lesandi. Í bloggi hér á undan var ég eitthvað að fárast yfir vingulshætti VG varðandi Framsóknarflokkinn. Vitnaði þar í ummæli frá 18. maí og síðan frá 15. maí þar sem verulega annað var uppi á teningnum.

Samkvæmt því hefði mátt ætla að Steingrímur hefði þurft um það bil 3 sólarhringa til að venda 180 gráður á kúrsinum en þarna varð mér á í messunni því við nánari eftirgrennslan áttaði ég mig á því að áður nefndur Steingrímur er umtalsvert sneggri í snúningum en svo.

Hann virðist sérlega áhugsamur um að nota Blaðið til að viðra hringlandaháttinn í sér því þegar grannt er skoðað má finna þar eftirfarandi ummæli Steingríms staðfasta: (Blaðið, 17. maí, bls. 2)

Það liggur fyrir að við vorum höfuðandstæðingar stóriðjustefnu hans (Framsóknarflokksins) og þjóðin talaði skýrt. Hún afþakkaði Framsókn en kaus okkur. Samt sitja menn uppi með þennan Framsóknarflokk og það er náttúrulega ekki beinlínis lýðræðislega lógískur né spennandi valkostur.

Jæja, hvernig ber nú að lesa þennan texta? Eins og ég les hann þá er það skilningur Steingríms að þjóðin hafi hafnað Framsókn og öllum þeirra áherslum, í það minnsta þar sem þá greinir á við VG og hvers vegna skyldi það þá vera hlutverk VG, sigurvegara kosninganna, að leiða þetta taplið til áframhaldandi valda?

Ég viðurkenni að ég er hvorki eins greindur né prýðilega sköllóttur og formaður VG en þetta er það sem ég les úr þessum texta, daginn áður en Steingrími snérist svona gjörsamlega hugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband