Orka til útflutnings

Oft er erfitt að átta sig á hvað þetta góða fólk sem ann landinu heitast og náttúrunni er að fara. Á dögunum, man ekki hvort það var um helgina síðustu eða á mánudag-þriðjudag, fór náttúruverndardeild Ríkisútvarpsins mikinn og kynnti til sögunnar íslending sem hafði búið í Skotlandi (eða bjó þar enn, það var erfitt að átta sig á því) óg var búinn að sjá ljósið.

Sko; það var nefnilega hægt að flytja út íslenskt rafmagn um sæstreng til Skotlands og selja það þar á 4x hærra verði heldur en stóriðjan á Reyðarfirði væri tilbúin að borga fyrir það (hvaðan sem þessi góði maður hafði upplýsingar um það verð). Þessi möguleiki væri þar að auki rétt handan við hornið því eins og málin stæðu væru kolaorkuver sem annaði einu fjórða af orkuþörf Skota á síðasta séns og yrði sennilega kippt út úr kerfinu um 2020.

BINGO. Hættum að gefa útlendingum útlendingum orkuna og gefum Skotum hana frekar. Hvað þýðir þetta í raun? Skotar eru samkvæmt þessum heimildarmanni sjö milljónir. Ef við látum okkur lítið og hugsum sem svo að við viljum "bara" hlaupa í skarðið fyrir áður nefnt kolaver hvað er þá verið að tala um í orkuþörf? Mér er ekki kunnugt um hvað Skotar nota mikið af rafmagni en þeir eru með talsverða gasnotkun eins og víða tíðkast í Evrópu en það er auðvitað mengandi orkugjafi svo við skulum henda því út. Skotar kinda húsin sín sjálfsagt með svipuðum hætti og aðrir á Bretlandseyjum svo við skulum láta þann skort á kindingu mæta þeirri hitaveitunotkun sem er á Íslandi svo þeir sem kinda húsin sín með rafmagni hér á landi skekkja ekki myndina umtalsvert.

1/4 af 7 milljónum er 1.750.000 á meðan Íslendingar eru ca. 300.000. Þessi hluti Skota er því 5.83 sinnum fleiri en Íslendingar. Samkvæmt tölum frá Landsvirkjun seldi fyrirtækið 2.454 GWst (gígawattstundir) á almennum markaði árið 2005. Látum nú þessa tölu gilda um væntanlega notkun fjórðungs skosku þjóðarinnar árið 2020 og þá er útkoman 14.307 GWst. Það er nánast uppá GSst. tvöföld framleiðsla Landsvirkjunar árið 2005. Kárahnjúkavirkjun mun afkasta 4.600 GWst. þegar hún verður komin í fullan rekstur og Landsvirkjun framleiddi 7.143 GWst. 2005 svo enn vantar 2.564 GWst. upp á að við önnum þessum tittlingaskít handa Skotunum þó svo við hættum að nota rafmagn sjálf en dælum þessu öllu yfir hafið. Eitthvað mætti troða í þetta gat með því að hirða allt rafmagn sem Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja framleiða en það er nokkuð langt frá því að vera þessa hálfa Kárahnjúkavirkjun sem vantar.

Hvar á að fá þessa orku? Eigum við að byggja kjarnorkuver eða hvað? Síðan má horfa á það hvaða áhrif þessi voðalegu álver hafa á hagkerfið okkar. Hvað um þann fjölda starfa sem verður til í kring um þau, bæði beint og óbeint? Hver er virðisauki þeirrar orku sem fer til álframleiðslu í landinu?

Hér er verið að hreyfa hugmyndum um ómengaðan hráenisútflutning; óunnin vara, raforkan skal flutt úr landi og skapa verðmæti í öðrum löndum á meðan landsmenn utan 101 svæðisins skulu týna fjallagrös og vera til sýnis á sauðskinnskónum í sínu náttúrulega umhverfi fyrir ferðamenn 3 til 4 mánuði á ári.

Nei takk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband