25.2.2007 | 16:05
Aftur til fortíðar
Það væri stórkostleg skemmtun að lesa kosningaáherslur VG http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1255502 ef ekki væri þarna um að ræða flokk sem er að fá tæplega 24% fylgi í skoðanakönnunum um þessar mundir.
Það eina sem gleður mann er að líklega endurtaka þeir leikinn frá síðustu kosningum og tala frá sér fylgið þegar nær dregur 12. maí.
Forsjárhyggjan vellur út um öll göt á þessum texta. Þarna er boðuð ríkismenning, ríkismenntun, ríkiseftirlit með öllum sköpuðum hlutum því þessu fólki, þessari fámennu klíku er svo gjörsamlega ljóst að almenningi er ekki treystandi fyrir lífi sínu og hugsun.
Eru allir búnir að gleyma þegar þingmaður flokksins kom fram með þá hugmynd í fúlustu alvöru að koma á fót ríkisdagblaði. Ég tel vert að hafa það í huga þegar þessir sömu aðilar tala um að afhenda "þjóðinni" Ríkisútvarpið á ný. Það setur að mér hroll.
Einhverra orsaka vegna verður mér hugsað til Þýskalands á fjórða áratug síðustu aldar.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.