Hjörtur J. Guðmundsson fjallar á bloggi sínu um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins þar sem spurt var um réttmæti þess að vísa klámhundunum frá og neita þeim um gistingu http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/133835/
Þar er bent á yfirlýsingar feminista um samstöðu þjóðarinnar gegn klámi. Ég held við verðum að skilgreina feminista til vinstri, einkum í ljósi bráðskemmtilegrar togstreitu sem nú stendur milli VG og Samfylkingar um hvor flokkurinn sé feminiskari.
Þessi árátta vinstrimanna að belgja sig út í nafni "þjóðarinnar" er ekkert nýtt og yfirleitt jafn lítil innistæða fyrir því.
Þeir sem eru nógu gamlir til að muna vaðalinn í gömlu Alþýðubandalagsmönnunum, bæði á þingi og í fjölmiðlum kannast við þetta. Þar göptu þeir svo sá ofaní botnlanga á þeim um að "þjóðinni" þætti þetta og "þjóðinni" þætti hitt. Einnig var vinsælt að fimbulfamba um vilja þjóðarinnar / almennings / fólksins í landinu og svo framvegis út í það óendanlega og auðvitað voru þeir að eigin áliti málpípur og forsjármenn þessa lýðs og vissu uppá hár hvað þeir voru að segja.
Það einkennilega var nú samt að þessi þjóð, almenningur í landinu hafði aldri meira álit á þessum spámönnum sínum en svo að fylgið varð sjaldan yfir styrkleikanum á bjórnum sem strákurinn drakk í Kastljósþættinum á dögunum.
Það eru aðallega tveir menn á þingi í dag sem bergmála þetta sjónarmið með svo eftirminnilegum hætti að ég heyri þá aldrei mæla án þess að sjá fyrir mér Lúðvík Jósefsson, Hjörleif Guttormsson og Svavar Gestsson svo nokkrir séu nefndir.
Þessar afturbatapíkur eru Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Það setur að mér heldur ónotalegan hroll þegar mér verður hugsað til þess að ef til vill muni "þjóðin" kjósa þetta lið yfir sig.
Megi allar góðar vættir forða okkur frá því.
Hjörtur J. Guðmundsson fjallar á bloggi sínu um niðurstöðu skoðanakönnunar Fréttablaðsins þar sem spurt var um réttmæti þess að vísa klámhundunum frá og neita þeim um gistingu http://sveiflan.blog.is/blog/sveiflan/entry/133835/
Þar er bent á yfirlýsingar feminista um samstöðu þjóðarinnar gegn klámi. Ég held við verðum að skilgreina feminista til vinstri, einkum í ljósi bráðskemmtilegrar togstreitu sem nú stendur milli VG og Samfylkingar um hvor flokkurinn sé feminiskari.
Þessi árátta vinstrimanna að belgja sig út í nafni "þjóðarinnar" er ekkert nýtt og yfirleitt jafn lítil innistæða fyrir því.
Þeir sem eru nógu gamlir til að muna vaðalinn í gömlu Alþýðubandalagsmönnunum, bæði á þingi og í fjölmiðlum kannast við þetta. Þar göptu þeir svo sá ofaní botnlanga á þeim um að "þjóðinni" þætti þetta og "þjóðinni" þætti hitt. Einnig var vinsælt að fimbulfamba um vilja þjóðarinnar / almennings / fólksins í landinu og svo framvegis út í það óendanlega og auðvitað voru þeir að eigin áliti málpípur og forsjármenn þessa lýðs og vissu uppá hár hvað þeir voru að segja.
Það einkennilega var nú samt að þessi þjóð, almenningur í landinu hafði aldri meira álit á þessum spámönnum sínum en svo að fylgið varð sjaldan yfir styrkleikanum á bjórnum sem strákurinn drakk í Kastljósþættinum á dögunum.
Það eru aðallega tveir menn á þingi í dag sem bergmála þetta sjónarmið með svo eftirminnilegum hætti að ég heyri þá aldrei mæla án þess að sjá fyrir mér Lúðvík Jósefsson, Hjörleif Guttormsson og Svavar Gestsson svo nokkrir séu nefndir.
Þessar afturbatapíkur eru Steingrímur J. Sigfússon og Ögmundur Jónasson. Það setur að mér heldur ónotalegan hroll þegar mér verður hugsað til þess að ef til vill muni "þjóðin" kjósa þetta lið yfir sig.
Megi allar góðar vættir forða okkur frá því.