Var Machiavelli í Vinstri Grænum?

Niccolo_Machiavelli_portraitNú eru kosningarnar að baki og þriðji dagur stóladansins liðinn. Mér er svolítið farið að líða eins og Feneyingi á tímum Machiavellis en sá piltur var uppfinningamaður raunveruleikastjórnmála og fléttukóngur allra tíma í stjórnmálum. Allir sem einhverju vilja ná fram í pólitík leita í sjóð hjá honum eftir hugmyndum og hvernig best sé að koma þeim í framkvæmd en hann setti helstu kenningar sínar í þesskonar pólitík fram í hinni góðu bók Prinsinn sem hann ritaði árið 1513.

Spilamennskan hjá VG er alveg mögnuð. Þeir eru búnir að skáka Samfylkingunni út í horn og sparka svoleiðis í viðkvæmastu staði á Framsókn að ekki er nokkur minnsti möguleiki á að þeir komi að því að mynda vinstristjórn með VG og Samfylkingu þrátt fyrir áhuga ýmissa þar á bæ fyrir slíku.

Jafnframt hafa þeir hamrað á því að stjórn Sjáfstæðisflokks og Samfylkingar yrði aumasta kosturinn sem yfir þjóðina gæti gengið auk þess sem Samfylkingin hafi tapað í kosningunum. Eðlilegast væri að teknar yrðu upp sögulegar sættir og sigurvegarar kosninganna tækju höndum saman enda væri, sé grant skoðað, ekki svo langt á milli þessara flokka í stefnumálunum. Þá veitti nú ekki af VG kæmi að málum til að halda í hemilin á frjálshyggjuliðinu í Sjálfstæðisflokknum.

Hér er einnig spilað stíft á andúð áhrifamanna í Sjálfstæðisflokknum á Ingibjörgu Sólrúnu og bent á að með því að halda henni og Samfylkingunni utan stjórnar mætti ná sér niðri á báðum og þarna á VG sameiginlegt áhugamál með þessum hópi innan Sjálfstæðisflokksins.

Mér rennur satt að segja kalt vatn milli skinns og hörunds við að hugsa um það að eiga eftir að sitja uppi með VG í landsstjórninni næstu 4 árin; jafnvel þó Geir Hilmar Haarde héldi í taumin á þeim. Vilja menn hugsa eitt augnablik um Steingrím Jóhann Sigfússon sem utanríkistáðherra? Eða Ögmund Jónasson sem iðnaðarráðherra með Hjörleif Guttormsson sem aðstoðarmann ráðherra?

Nei nú hætti ég enda kominn háttatími og ég vil að mig dreymi heldur betur en verr, hef ekki heilsu til að fá martröð.

Ég vil taka það fram að ég er langt frá því að vera aðdáandi Samfylkingarinnar eða formanns hennar og hef engan sérstakar sérstakar áhyggjur af pólitískri framtíð ISG en má ég þó heldur byðja um þann hóp en vinstr villingana í VG; í hvert einasta skipti sem valið kæmi upp!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband