16.5.2007 | 11:43
Flest dýrin í skóginum vinir eða þannig
Var að glugga í bloggfærslur Péturs Tyrfingssonar í morgun og rakst þar á verulega athyglisverða umfjöllun frá því fyrir kosningar.
Ég sé ekki betur ern þarna hafi Pétur hitt naglann á þumalputtan í greiningu sinni á því sem við blasir nú eftir kosningar, sennilega er maðurinn skygn.
Hann telur semsé að eina leiðin fyrir vinstri flokkana sé að fara saman í stjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Skynsamlegasta ráðstöfunin er að vinstriflokkarnir taki sig saman og komi fram sem ein fylking mót Sjálfstæðisflokknum og setji honum skilyrði: Ef þið viljið okkur í stjórn, þá verðið þið að ganga til samstarfs við okkur bæði! Jafnframt þurfa foringjar félagshyggjuflokkanna að horfast í augu við staðreyndir stjórnmála og hugsjóna og láta þau boð út ganga að ekki verður látið reyna á heraga í þingliði. Undanvillingar mega njóta lýðræðisréttar síns og taka upp á því að vera í stjórnarandstöðu í einstökum málum. Spurningin er bara hvort þeir ætla að verja ríkisstjórnina vantrausti. Og þetta verður Sjálfstæðisflokkurinn að lynda við, takk fyrir! Take it or leave it eins og englar segja.
Þessi hugmynd er náttúrulega ekkert annað en snilld enda runninn upp úr huga gamals og skólaðs Marxista. Hugsið ykkur ástandið á stjórnarheimilinu þegar allir spraðubassarnir á vinstri vængnum fara að spila sóló með stjórnarandstöðu sem hefur 11 þingmenn.
Stjórn með 52 þingmenn að baki sér þyrfti nú varla að glíma við vantraust nema úr eigin röðum. Svona hugmyndir rifja upp gamla góða daga þegar mestur tími og kraftur ríkisstjórna fór í að sansa villingana innan hennar og sjá sér út nýja til að styrkja meirihlutann. Þar var þó yfirleitt um að ræða stjórnir sem höfðu tæpan meirihluta en ég held að stjórn með 41 manns meirihluta og þvingað hjónaband Samfylkingarinnar og VG yrði ekki starfhæf vegna innbyrðisáfloga.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.