Svo mæla börnin sem á bæjum er títt.

Ágúst_ÓlafurÍ fyrradag var ég eitthvað að undra mig á hrópandi fjarveru varaformanns Samfylkingarinnar í stjórnarmyndunarviðræðum flokkanna. Reyndar hafa svo sem fleiri en ég rekið augun í þetta gat í forystusveitinni á mikilvægum tímum en nú hefur varaformaðurinn sjálfur stigið fram fyrir skjöldu og útlistað hvernig á þessu stendur á heimasíðu sinni.

Í ljósi þessara skrifa hans og með tilliti til væntanlegs stjórnarsamstarfs við þetta góða fólk allt saman ætla ég að hætta að nefna þetta; taka það gott og gilt sem Ágúst Ólafur segir þarna og láta kyrrt liggja. Auðvitað er það ekki mitt mál hvernig væntanlegur samstarfsflokkur raðar sínu fólki til verka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband