Framtíðarlandið?

xb_samanEgill Helgason var að gefa auglýsingum stjórnmálaflokkanna einnkunn á blogginu sínu. Um er að ræða nokkrar þær auglýsingar sem fá falleinkun hjá honum.

Hér er textinn:

 

Nokkrar kosningaauglýsingar vekja athygli fyrir hvað þær eru vondar. Þar skal fyrsta telja vefauglýsingu Samfylkingarinnar á Suðurlandi þar sem frambjóðarnir spila billjarð og Lúðvík Bergvinsson kallar Róbert Marshall "sprækan strák". Í flokki sem hefur rauða kúlu sem tákn er sorglegt að engum frambjóðendanna skuli takast að setja kúluna niður.

Svo er það auglýsing Framsóknarflokksins þar sem Samúel Örn og Siv eru að kyssast. Hún er hræðileg. Eða eins og einhver sagði: "Áin þrjú hafa hlotið nýja merkingu….Á, Ái, Ááááíii!!"

Þessa auglýsingu má sjá hér að ofan.

Einna verst er þó auglýsingin með Katrínu Jakobsdóttur sem hangir víða í bænum. Hún er segja eitthvað eins og Stöðug framfarasókn eða Til móts við framtíðina, einhvern slíkan frasa sem ómögulegt er að muna, en ljósmyndin af henni er tekin fyrir framan einstaklega ljótar blokkir í Austur-Þýskum stíl - minnir helst á það sem var kallað plattenbau í því landi.

meinlaetalifÞví miður er Egill ekki með tengingu á þetta listaverk sem er gert í stíl 66 gráður norður auglýsinganna þar sem fólk stendur á berangri í heldur nöturlegu umhverfi og veðri og reynir að líta út eins að því sé ekki kalt af því það er í fötum frá fyrirtækinu.

Mér hefur ekki tekist að finna frumútgáfuna en einhverjir "strákar" hafa fært slaðorðið til réttrar áttar á þeirri sem hér er. Ef ég man rétt þá hefur einnig birst svipuð auglýsing með Ögmundi þar sem hann stendur við einhverjar húsarústir, sem sjálfsagt á að tákna höfuðstöðvar einhvers bankans sem honum hefur tekist að hrekja úr landi. Gaman væri að hafa upp á henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband