E-bay í andlitslyftingu

Tilkynnt var í dag að grundvallarbreytingar á notendaviðmóti uppboðsvefsins e-bay stæðu fyrir dyrum. Hér er slóð á viðtal við teymisstjóra hönnunarliðsins og sýnishorn af því hvernig endanleg afurð gæti litið út í fyllingu tímans. http://blogs.zdnet.com/Berlind/index.php?blogthis=1&p=367

Þarna verður um að ræða viðmót sem keyrir Flash á Appolo-grunni frá Adobe (semsagt hrein Adobe afurð eftir að Adobe keypti Macromedia sem átti Flash). Meðal helstu kosta slíkrar lausnar er að flest samskiptavandamál við vafra verða úr sögunni og einnig ætti stýrikerfi notandans að hætta að skipta máli.

Þetta eru sannkölluð gleðitíðindi fyrir hina fjölmörgu notendur e-bay um allan heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband