Engin launaleynd hér!

samfylkingSeinhepni Samfylkingarinnir með uppsláttinn um launaleyndina á landsfundinum sællar minningar ríður ekki við einteyming.

Í Morgunblaðsgrein fjallaði formaður flokksins um möguleika þess að tryggja konum réttlát laun. Þar er eftirfarandi texti:

Á landsfundi okkar um síðustu helgi fengum við þrjá af framsæknustu stjórnendum þessa lands, þau Bjarna Ármannsson, Svöfu Grönfeldt og Þórólf Árnason, til að ræða um leiðir til að draga úr kynbundnu launamisrétti og lýstu þau öll yfir stuðningi við þessa aðferð.

Dagin eftir kom í fjölmiðlum eftirfarandi yfirlýsing frá Háskólanum í Reykjavík:

Mishermt er í grein Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur um kynbundinn launamun í Morgunblaðinu í gær að Svafa Grönfeldt, rektor Háskólans í Reykjavík, hafi lýst yfir stuðningi við þær aðferðir sem lýst er í stefnuskrá Samfylkingarinnar um afnám launaleyndar.

Hið rétta er að Háskólinn í Reykjavík mun verða eitt af fyrstu fyrirtækjum og stofnunum landsins til að sækja um vottun jafnra launa á vegum félagsmálaráðuneytisins eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga.

Háskólinn í Reykjavík vill vera í fararbroddi í jafnréttismálum og hefur HR valið þessa leið sem heppilegasta til að tryggja jafnrétti starfsmanna sinna.

Þarna er semsagt einum vitringnum kippt út og slegið á puttana á formanninum. Nú er annar vitringurinn komin útúr skápnum, sumsé Bjarni Ármannsson. Hann, sem á sínum tíma varð sér út um 400 milljónir með forkaupsréttarsamningi í janúar, valdi baráttudag verkalýðsins til að upplýsa landsmenn um starfslok sín hjá Glitni.

Mér er til efs hann hafi trúað landsfundarfulltrúum Samfylkingarinnar fyrir því að hann gæti selt Glitni hlutabréf sín í bankanum á yfirverði sem skilaði honum rúmlega 7 milljörðum samkvæmt fréttum fjölmiðla. Þetta er ofan á árslaun og fríðindi auk árangurstengdra greiðslna og slíks skittirís sem metið er á milli 8 og 900 milljónir.

Reyndar verður kallhrörið að sætta sig við það að mega ekki ráða sig til starfa hjá fjármálafyrirtækjum á næstu mánuðum og svo verður hann að vera til taks fyrir nýja bankastjórann einhverjar vikur meðan hann er að læra að stilla stólinn og átta sig á hvað þeir heita allir þessir kallar sem Bjarni hefur verið að díla við undanfarin 10 ár.

Fjölskyldutekjurnar mínar eru innan við 3 milljónir á ári þannig að það tæki okkur hjónin svosem eins og 300 ár að öngla saman í starfslokasamning Bjarna. Þetta er maðurinn sem Samfylkingin treystir sérstaklega vel til að hafa vit á hvað séu réttlát laun.

Hvað skyldi tendasonur þeirrar góðu konu Guðrúnar Helgadóttur hafa greitt mörgum konum réttlát laun og hvernig hafa þau verið metin og er kynjabundinn launamun að finna innan Glitnis?

Hefur Glitnir sótt um vottun jafnra launa?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband