Sænskir kratar á brott með fylgi Samfylkingarinnar?

mona_sahlinBjörgvin G. Sigurðsson vitnar á síðu sinni um að heimsókn formanna danskra og sænskra krata hafi verið hvílík vítamínsprauta fyrir landsfund Samfylkingarinnar.

Og ekki nóg með það heldur virðist honum þetta tækifæri Monu Sahlin til að baða sig í ljómanum af Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur hafi dugað henni til umtalsverðrar fylgisaukningar við heimkomuna. (hér er tengill á færsluna)

Hún lifir eftir landsfund heimsókn þeirra Sahlin og Helle til landsins. Ekki efast ég um að heimsóknin gerði gagn.

Hleypti krafti í baráttu jafnaðarmanna og gerði glæsilegan landsfund ennþá flottari og betri.

En ekki þá síður fyrir Monu Sahlin formann sænskra jafnaðarmanna. Eftir Íslandsferðina mælist fylgi Monu og sænskra jafnaðarmanna nú um 44%.

Það mesta í 12 ár og meira en fylgi allra hægri flokkanna sem stjórnina sænsku mynda samanlagt.

Góð reisa það hjá Mohnu. En að öllu gamni slepptu fer þetta vel af stað hjá henni.

Ríkisstjórn hægri manna í Svíþjóð nær ekki vopnum sínum og fara illa með fjöreggið sem er sænska velferðin. Líklega eitt af merkustu afrekum mannsins.

Þessi texti er alveg stórmerkilegur og minnir um margt á pólitískann vitnisburð sannfærðra kommúnista eftir heimsókn til Sovétríkjanna fyrir seinna stríð en eins og alkunna er sáu þeir hvergi blett né hrukkur á sæluríkinu sem "Kremlarbóndinn" geðþekki stjórnaði með mildri föðurhendi. 

Því miður virðist vera svo að frú Sahlin hafi farið með eitthvað af væntanlegri fylgisaukningu með sér heim; í það minnsta hefur hún látið á sér standa.

Reyndar nefnir Björgvin ekki einu orði að SD tapaði síðustu kosningum mjög vandlega fyrir borgaraflokkunum og vóg þar sennilega þyngst feluleikur SD í atvinnumálum.

Sæluríkið Svíþjóð þar sem "eitt af merkustu afrekum mannsins" hefur opinberast Björgvini er nefnilega hrjáð af atvinnuleysi sem er í raun á milli 13% og 15% þó það hafi verið falið með ýmsum hætti og eins og í flestöllum ES ríkjum er það langmest hjá ungu fólki, milli 20% og 25%. Var einhver að tala um "Unga Ísland"?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þórir Hrafn Gunnarsson

"En að öllu gamni slepptu fer þetta vel af stað hjá henni."

Flestir hefðu lesið texta Björgvins með hliðsjón af þessari setningu.

En miðað við restina af bloggfærslunni þá er ekki mikil þörf á því að taka þessi skrif þín alvarlega.

Kveðjur :)

Þórir Hrafn Gunnarsson, 2.5.2007 kl. 00:38

2 Smámynd: Ólafur Valgeirsson

Jú rétt er það Þórir Hrafn en það sem mér finnst athyglisverðast í textanum er setningin sem kemur eftir að höfundurinn hefur eimitt lýst því yfir að hann sé hættur öllu gamni; semsagt tali hér eftir í fúlustu alvöru. Getum við ekki orðið sammála um það?

Ólafur Valgeirsson, 2.5.2007 kl. 08:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband